Lestrarsetur Rannveigar Lund

Fimm vinir í blíðu og stríðu

Hvíta flykkið er fyrsta bókin í flokknum Fimm vinir í blíðu og stríðu. Efnið hentar í almennri kennslu og sérkennslu á byrjenda- og miðstigi og við kennslu nýbúa.

Lesskilningur er í forgrunni með kennslu orða og orðatiltækja, lestri í samræmi við efni og aðferðum sem bæta leshraða.

Lesa um: Hvíta flykkið

Fjórir stafir í fókus

Fjórir stafir í fókus er lestrarkennsluefni fyrir þá sem eru stutt á veg komnir í lestri á aldrinum 6-10 ára.

Í fókus eru sérhljóðarnir æ, é, au og ei/ey. Bækurnar eru Afmælisdagur Ævars og Sæla, Gauti, bestur í boltanum, Leyndarmálið og Réttir.

Lesa um: Fjórir stafir í fókus

Skjáefni & verkefni

Öllum bókartitlum fylgir skjáefni sem hentar til kennslu á snjalltækjum en þau eru uppistaðan í kennsluaðferðinni Af skjá í bók. Skjáefnið hentar í félagalestri, kórlestri og bergmálslestri eftir því sem við á.

Verkefnum má hlaða niður til útprentunar. 

Greitt er fyrir rafræna efnið með fyrstu bókapöntun og leggst verðið á eina bók. Viðbótareintök eru á lægra verði.

Lesa um: Skjáefni & verkefni