Rannsóknir

Tímabilið 2002-2003 staðlaði ég próf fyrir 14 ára nemendur sem ber heitið GRP 14e (Greinandi ritmálspróf fyrir 14 ára nemendur – einstaklingspróf).Við greiningar í LRL, á læsi unglinga og fullorðinna, er GRP 14e m.a. notað. Prófið hefur ekki verið gefið út til almennrar notkunar. 

GRP 14 e er byggt á gögnum sem safnað var í Lestrarmiðstöð Kennaraháskóla Íslands árin 2000-2001. Með prófinu er m.a. sannreynt hvort niðurstöður úr skimunarprófinu GRP14h (Greinandi ritmálshpróf fyrir 14 ára nemendur – hóppróf) eru réttar, en GRP 14h hópprófið eiga allflestir grunnskólar.

Tímabilið 2002-2006 rannsakaði ég[1] hversu hratt börn í fjórum 1. bekkjum á Íslandi náðu tökum á umskráningu (lestrartækni) samanborið við álíka fjölda barna í nokkrum öðrum Evrópulöndum (Foundation literacy in European languages). Við greiningar í LRL, á börnum á aldrinum 6-9 ára, eru nýtt gögn sem söfnuðust í framangreindri rannsókn.

Rannsóknin var styrkt af COST og Rannís og henni stýrt frá Háskólanum í Dundee í Skotlandi. Hluti þessarar rannsóknar sneri að dyslexíu/lesblindu. Nemendum sem gekk illa að ná tökum á byrjunaratriðunum var fylgt eftir fram til ársins 2006. Ár hvert var árangur þeirra í lestri borinn saman við árangur jafnaldra. Niðurstöðurnar eru í óbirtri skýrslu. 

Árið 2006 kannaði ég hvernig bætt er úr lestrar-, stafsetningar- og tölvufærni fullorðinna með stutta skólagöngu að baki á Íslandi. Rannsóknin var hluti af norrænu verkefni sem stýrt var frá Háskólanum í Kaupmannahöfn. Skýrslan, Forbedring af læsi-, skrive- og IT-færdigheder for kortuddannede voksne (Anna Steenberg Gellert et al)  var birt á vef Kaupmannahafnarháskóla (TemaNord 2007:549).

Lesa meira um Rannveigu Lund

 

 


[1] Í samstarfi við Baldur Sigurðsson, dósent í Háskóla Íslands, og Önnu Sigríði Þráinsdóttur sem var þá lektor í sama skóla.