5 daga stríðið
5 daga stríðið er þriðja bókin bókaflokknum Fimm vinir í blíðu og stríðu. Efnið höfðar til nemenda mið- og unglingastigi. Í bókinni er fjallað um margs konar tilfinningar sem fylgja einelti, hefnd, hrifningu, skilnuðum og sáttum. Í samtölum krakkanna við þá sem eldri eru skýrist merking hugtaka og orðalags sem algengara er í bókum en töluðu máli.
Ekkert rafrænt efni fylgir þessari bók.
Tvö brot úr texta:
Skyndilega kippist höfuðið á henni til.
Hún finnur fyrir nístandi sársauka í hársverðinum.
Mikki hefur kippt harkalega í taglið á henni
– Hættu að stríða Önnu, öskrar Sæmi.
– Skiptu þér ekki af því sem þér kemur ekki við.
Þú ert bara skotinn í Önnu, hvæsir Mikki.
Stundum héldum við fyrir eyrun
af því að þau höfðu svo hátt.
Stundum reyndu þau að hvísla
en við heyrðum það alveg.
Þau hvísluðu svo hátt!