Lestrarkennsluefni
Tilurð
Það tók mig mörg ár að finna skýringar á basli Þórðar, Árna, Sveins, Sigríðar og Dóru við lestur. Vanlíðan og vanmetakennd skein úr andlitunum þegar þau áttu að lesa sig í gegnum sömu verkefnin og bekkjarfélagarnir. Svipurinn á þeim sótti á mig á kvöldin og um helgar. Stundum hrökk ég upp á nóttunni með kveljandi samviskubit. Hvað gat ég gert til þess að þau gætu sigrast á verkefnum morgundagsins og fundið til vellíðunar?
Vegna þessara nemenda minna fór ég í sérkennslunám. Þeirra vegna hannaði ég próf til að mæla lestrarerfiðleika. Lestrarkennsluefnið hér á síðunni er tileinkað þeim og þeirra líkum.
Bækur
Panta bækurKennsluaðferðir
Um kennsluaðferðina Af skjá í bók má lesa meira en auk þess eru síður um Rannsóknir og Greinaskrif.
Rannveig Lund hefur gefið út lestrarkennsluefni, ýmist á vegum Lestrarseturs Rannveigar Lund eða í samstarfi við aðra.
Eldra efni og sem aðrir útgefendur eru enn að selja má finna á síðunni Höfundarverk.