Fjórir stafir í fókus

Fjórir stafir í fókus (2013) er lestrarkennsluefni fyrir þá sem eru stutt á veg komnir í lestri á aldrinum 6-10 ára.
Í fókus eru sérhljóðarnir æ, é, au og ei/ey.

Bækurnar

Kennsluefnið er í þremur hlutum, bækur, skjáefni og vinnubækur. Bækurnar í bókaflokknum eru fjórar talsins:

Hver bók ásamt tilheyrandi efni er sjálfstæð eining. Engin einn efnistitill er undanfari annars.

Panta bækur

Markmið

Markmiðið með efninu er að þjálfa lestrartækni, þ.e. umskráningu með áherslu á:

  • Sérhljóða, einkum æ, é, au og ei/ey.
  • Samtengingu stafa, atkvæða og orðhluta í orð og sundurgreiningu orða í sams konar einingar.
  • Lesfimi: Leshraði og lestur eftir efni.
  • Bókstaflegan skilning á texta.

Leiðir að markmiðinu

Texti á glærum fyrir skjái. Kennari beinir athygli nemenda að orðum með stafnum sem er í fókus og stærri einingum orðsins. Með bergmálslestri, kórlestri og/eða skiptilestri af skjá þjálfar hann lesfimi. Lestur fyrst af skjá undirbýr nemendur fyrir að lesa viðkomandi bók, hnökralítið og hjálparlaust.
Skjátexti hentar einnig í paralestri þar sem annar félaginn sendir setningar inn á skjáinn fyrir hinn til að lesa. Ipad og spjaldtölvur má nota í þessu skyni.

Kennsluaðferðir

Kennsluefnið Fjórir stafir í fókus og hliðstætt efni hefur verið kennt í tilraunaskyni í þriggja til sjö barna hópum í 2. –4. bekk á árabilinu 2009-­2013. Það er mælt með eftirfarandi leiðum í kennslunni:

Lestur af skjá > verkefni leyst í vinnubók > sjálfstæður lestur í bók

EÐA

Lestur af skjá > sjálfstæður lestur í bók > verkefni leyst með bók

Lesa meira um kennsluaðferðina Af skjá í bók.