Ævintýrið um Víólu, Sæsa og illskeyttu nornina Elviru

Auðlesin útgáfa

Ævintýrið um Víólu, Sæsa og illskeyttu nornina Elvíru er auðlesin útgáfa af  bókinni, sem kom út árið 2022.
Rannveig Lund stytti textann um rúmlega 40% og einfaldaði málfar. Tryggð er haldið við upprunalegu söguna í öllum meginatriðum og framsetning sniðin að markhópunum.

Brot úr texta:

Nú var Víólu nóg boðið.
– Hlustið, kallaði hún hátt.
Nornirnar þögnuðu.
– Er rétt að þið hafið ætlað
að drepa Elvíru til að losna við hana?
– Já, það er rétt, viðurkenndi nornin með gráa hárið.
– Síðan Elvíra norn kom í skóginn hafa allir horfið.
Pabbi og besti vinur minn eru orðnir að skóm.


Lokamarkmið við lestur í bókinni er að geta lesið blaðsíðu/r þjált og rétt og leyst verkefni í lesskilningi og stafsetningu eftir hvern kafla. Undirbúningur felst í að hlusta á blaðsíðu/r  í hljóðbókinni og lesa sömu blaðsíðu/r á glærum á skjá (tölvu/iPad).

  1. Skjáefni: Skyggnusýning
  2. Hljóðbók
  3. Verkefni
  4. Svör við verkefnum
Panta bók