Fótboltamótið

Fótboltamótið, önnur bókin í bókaflokknum Fimm vinir í blíðu og stríðu.
Fótboltamótið, önnur bókin í bókaflokknum Fimm vinir í blíðu og stríðu.

Fótboltamótið er önnur bókin í bókaflokknum Fimm vinir í blíðu og stríðu og er lestarkennsluefnið fyrir byrjenda- og miðstig.

Fjölbreytt hugtaka- og lesskilningsverkefni fylgja efninu.

Krakkarnir hafa áhyggjur af Sæma. Hann er fyrirliði í 5. flokki fótboltaliðsins og er farinn að haga sér undarlega. Hann ætlar ekki  á fótboltamótið á Akureyri. Hann er líka hættur að leika sér og læra. Hvað amar eiginlega að honum? Þau ætla að komast að því.

Kynning á efninu í skólum eru að kostnaðarlausu og eftir samkomulagi.

Panta bækur

Skjáefni

Um kosti þess að nemendur  lesi af skjá og pæli í orðum með kennara,  áður en þeir lesa í bókinni sömu síður: Sjá kennsluaðferðina Af skjá í bók. Skjáefni er á Google Slides sniði og glærusýningin spilast lið fyrir lið með því að ýta á áfram.

Fótboltamótið bls. 6-10

Fótboltamótið bls. 11-14

Fótboltamótið bls. 15-21

Fótboltamótið bls. 22-24

Fótboltamótið bls. 25-29

Fótboltamótið bls. 30-33

Fótboltamótið bls. 34-40

Fótboltamótið bls. 41-43

Verkefni

Verkefnin eru tvenns konar: Lesskilningur og Með öðrum orðum. Verkefnið Lesskilningur er á tveimur þyngdarstigum. Auðveldara verkefnið raðast á undan því erfiðara í pdf.skjalinu. Ráð til kennara: Prentið út öll verkefnin. Flokkið í möppu eftir köflum, þ.e. blaðsíðutölum. Svör eru við öllum verkefnunum. Með því að prenta þau út geta nemendur farið yfir eigin svör.

Fótboltamótið – verkefni.pdf (5 MB)

Fótboltamótið – svör við verkefnum.pdf (5 MB)

Fimm vinir í blíðu og stríðu

Fyrsta bókin í bókaflokknum Fimm vinir í blíðu og stríðu er Hvíta flykkið.