Hvíta flykkið
Hvíta flykkið er fyrsta bókin sem kemur út í flokknum Fimm vinir í blíðu og stríðu og er lestarkennsluefnið fyrir byrjenda- og miðstig.
Fjölbreytt lesskilningsverkefni fylgja efninu. Önnur verkefni beinast að stafsetningu og nafnorðum. Orð úr texta eru uppistaðan í öllum verkefnunum.
Fimm vinir, Anna, Ari, Elam, Óli og Óttar koma sér í klípu á leiðinni í skólann. Þau deyja ekki ráðalaus og leysa að lokum farsællega úr málum.
Kynning á efninu í skólum eru að kostnaðarlausu og eftir samkomulagi.
Panta bækurSkjáefni
Um kosti þess að lesa saman (kennari og nemendur) texta í hverjum kafla af skjá áður en sömu blaðsíðurnar eru lesnar í bókinni má lesa undir Af skjá í bók. Skjáefni er á Google Slides sniði og glærusýningin spilast lið fyrir lið með því að ýta á áfram.
Vinnubók
Verkefnin eru ferns konar: Lesskilningur, Með öðrum orðum, Málfræði, Stafsetning. Verkefnin Lesskilningur og Með öðrum orðum eru á tveimur þyngdarstigum, auðveldara verkefnið raðast á undan því erfiðara í pdf.skjalinu. Ráð til kennara: Prentið út öll verkefnin. Flokkið í möppur eftir köflum, þ.e. blaðsíðutölum. Svör eru við öllum verkefnum í Lesskilningi og Með öðrum orðum. Með því að prenta svörin út geta nemendur farið yfir eigin svör.
Hvíta flykkið – verkefni.pdf (7 MB) 12.04.18
Hvíta flykkið – svör við verkefnum.pdf (4 MB) 12.04.18
Fimm vinir í blíðu og stríðu
Önnur bókin í bókaaflokknum Fimm vinir í blíðu og stríðu er fótboltamótið.