Gauti bestur í boltanum
Gauti, bestur í boltanum er sjálfstæður hluti af bókaflokknum Fjórir stafir í fókus sem er efni til lestrarkennslu.
Í bókinni Gauti, bestur í boltanum er lögð sérstök áhersla á stafasambandið au með tíðri notkunorða með au.
Efnislega henta bækurnar börnum frá 6 - 10 ára. Framsetning ritmálsins,í bók og á skjá, er hins vegar miðuð við þarfir barna sem hafa ekki náð tökum á lestri.
Gauti sýndi fótbolta ekki mikinn áhuga þar til dag einn að hann skoraði sigurmark í keppni milli bekkja. Allir eru ánægðir með hann, ekki síst pabbi hans. En Gauti er kominn í klípu og á úr vöndu að ráða.
Panta bækurSkjáefni
Hér eru tenglar á Google Slides til notkunar á spjaldtölvum og snjalltækjum. Með því að spila glærusýninguna (Present) birtist texti bókarinnar línu fyrir línu.
Gauti, bestur í boltanum bls. 1 – 14
Gauti, bestur í boltanum bls. 15 – 30
Vinnubók
Gauti, bestur í boltanum – Vinnubók.pdf (35 MB)
Gauti, bestur í boltanum – Kennsluleiðbeiningar.pdf (3 MB)
Fjórir stafir í fókus
Aðrar bækur í bókaflokknum Fjórir stafir í fókus eru: Afmælisdagur Ævars og Sæla, Leyndarmálið og Réttir.