Greinandi ritmálspróf (GRP 14h)

Hvað segir GRP 14 um læsi unglinga?

GRP 14h er staðlað skimunarpróf á umskráningarfærni, stafsetningu, hljóðlestrarhraða og lesskilning.
 Slök umskráningarfærni er megineinkenni dyslexíu/lesblindu. GRP 14h gefur því vísbendingar um dyslexíu/lesblindu. Flestir skólar landsins með unglingastig eiga prófið.

Fyrirkomulag námskeiðs

Námskeiðið skiptist í tvo hluta. Milli námskeiðshluta leggja þátttakendur prófið fyrir eina bekkjardeild.

Fyrri hluti námskeiðs. Tími 10-16. Efni: Hugmyndafræði, fyrirlögn, yfirferð, skráning niðurstaðna.

Seinni hluti námskeiðs er haldinn eftir samkomulagi rúmlega mánuði síðar. Efni: Túlkun niðurstaðna og skýrslugerð.

Fyrirkomulag seinni hluta námskeiðsins er tvenns konar og ákveðið í samráði við þátttakendur Það getur verið í formi fundar með öllum þátttakendum – 3 klst.. Það gæti farið fram  á netinu með hverjum einstaklingi.

Kostnaður

Námskeiðsgjald árið 2016 er 27.000 krónur. Í námskeiðsgjaldinu felst léttur hádegisverður.

Prófið sjálft – innihald og verð:

Prófið kostar kr. 45 þúsund: Í verðinu felst þetta:

1 Sjö prófverkefni á geisladiski til fjölföldunar og spurningalisti til foreldra.

2 Geisladiskur með fyrirlögn á tveimur verkefnum.

3 Hefti með fyrirmælum.

4 Hefti með yfirferðarreglum.

5 Fræðileg handbók (124 bls)

 Hverjir fá réttindi til að vinna með GRP 14h?

Til að leggja prófið fyrir og fara yfir fá allir kennarar sem áhuga hafa, en rétt til að túlka niðurstöðurnar fá eingöngu kennarar með sérkennslumenntun og aðrir með sambærilega menntun. Almennir kennarar og námsráðgjafar þurfa að bera túlkun sína á prófinu undir sérkennara sem jafnframt skrifar undir skýrslu.

Skráning á námskeiðið er á netfanginu rlund@ismennt.is Eftirfarandi upplýsinga er óskað: Nafn, vinnustaður, menntun, símanúmer, netfang, heiti skóla, póstfang og kennitala, þ.e.a.s ef þátttökugjald er greitt af viðkomandi skóla.

Rannveig Lund – Lestrarsetri Rannveigar Lund – www.lrl.is  sími: 8472660

——————————————————————————-

Endurnýjuð gögn

1.  Prófþættir B og E á geisladiski  – pantað og sent frá LRL.

2. Skráningarblað – excel (halaðu niður -smelltu á rauða hlekkinn )

GRP 14h_skráning

3.  Fyrirmæli á ppt

2. Proftaka_okt.2014