Greining unglinga/fullorðinna

Framhaldsskólanemendur og fullorðnir

Ertu að velta fyrir þér

  • hvort námsvandinn stafar af dyslexíu/lesblindu eða öðru;
  • á hvaða stigi dyslexían/lesblindan er;
  • horfum á framförum;
  • ráðum til að draga úr áhrifum lestrar- og stafsetningarerfiðleika á nám og daglegt líf;
  • aðferðum til að þjálfa og bæta lestur og stafsetningu?

Athugun og mat á þessu byggist á viðtali við þig, svörum þínum við spurningalista og niðurstöðum úr prófum sem tekin eru í Lestrarsetrinu.

Hvað gerir þú í málinu?

Þú hringir í síma 847 2660 eða sendir tölvupóst á netfangið rlund@ismennt.is og óskar eftir degi og tíma sem hentar þér.

Fyrirkomulag

Þú færð sendan spurningalista með tölvupósti og nákvæmar upplýsingar um fyrirkomulag.

Þú svarar spurningalistanum og kemur með hann í prófið, sem tekur oftast eina klukkustund.

Niðurstöðu er oftast skilað innan viku

a) með skýrslu og viðtali,

b) með viðtali þegar niðurstaðan er sú að ekki sé um dyslexíu/lesblindu að ræða.