Greining barna

Börn á grunnskólaaldri í 1.-10. bekk

Ertu að velta fyrir þér

  • hvort erfiðleikar barnsins stafi af dyslexíu/lesblindu eða öðru;

•   hversu langt á eftir jafnöldrunum barnið er;

•   horfum á framförum;

•   aðferðum til að þjálfa og bæta lesturinn og stafsetninguna;

  • ráðum til að draga úr áhrifum lestrar- og stafsetningarerfiðleika  á námið?

Mat á framangreindu, byggist á viðtali við foreldra, svörum við spurningalista, upplýsingum úr lestrar- og stafsetningarprófum sem barnið hefur tekið í skóla og niðurstöðum úr prófum sem lögð eru fyrir í Lestrarsetrinu.

Hvað gerir þú í málinu?

Þú hringir í síma 847 2660 eða sendir tölvupóst á netfangið rlund@ismennt.is og óskar eftir degi og tíma sem hentar til að koma með barnið. Ef ósk um greiningu grunnskólanemanda kemur frá skóla getur greining og skil á niðurstöðum, farið fram í skólanum.

Síðan gerist þetta: 

Spurningalisti er sendur með tölvupósti um leið og tími fyrir athugun er ákveðinn.

Athugunin tekur oftast eina klukkustund.

Á skilafundi, oftast innan hálfs mánaðar, er greint frá niðurstöðu athugunarinnar og farið yfir ráð til úrbóta.

Um kostnað – fáein atriði

Upplýsingar sem þú vilt fá og hvernig þær eru settar fram hafa áhrif á kostnað. Viltu að lagt sé mat á eftirfarandi:

1       Stöðuna í lestri og stafsetningu,

2      Ástæðu lestrar- og stafsetningarerfiðleikanna,  t.d. hvort um sé að ræða dyslexíu/lesblindu.

3      Viltu ráðgjöf byggða á 1 eða 1 og 2 ?

4      Viltu ítarlega skýrslu sem þú hyggst skila til skóla ?

5      Viltu skráningu á stöðunni (skv. lið 1) og ,,punktum” sem fela í sér     ráð?

Þegar þú hefur ákveðið þig, færðu upplýsingar um kostnað símleiðis eða í netbréfi.

Eftirfylgd

Í eftirfylgd felst að endurmat er gert á lið 1 hér að framan eftir tímabil sem ákveðið er á skilafundi. Skráning er gerð á stöðunni og mat lagt á framfarir. Ráð eru endurmetin.