Greiningar

Í Lestrarsetri Rannveigar Lund byggist athugun á læsi (lestri og ritun)  á forsögu og greiningarprófum sem segja til um dyslexíu/lesblindu. Forsaga kemur fram í viðtölum, á spurningalistum og í upplýsingum úr athugunum á máli, læsi og námi sem gerðar hafa verið fyrr af kennara, sérkennara, talmeinafræðinga og sálfræðinga. Greiningarprófin sem notuð eru í Lestrarsetrinu draga fram upplýsingar um þætti sem koma fram á grænu svæðunum á myndinni. Myndin stækkar ef smellt er á hana.

Heimasíða Líkan

Greiningapróf

  • Greininadi ritmálspróf fyrir 14 ára unglinga – einstaklingspróf (GRP14e).
  • Próf fyrir 6-9 ára börn sem unnin hafa verið í tengslum við rannsóknir á læsi í Lestrarsetrinu (sjá undir flipanum Rannsóknir).
  • LOGOS.
  • GRP 10.
  • Leið til læsis – eftirfylgdarpróf frá Námsmatsstofnun.
  • Ýmis stök próf, stöðluð eða margreynd.