Leyndarmálið
Bókin Leyndarmálið er sjálfstæður hluti af bókaflokknum Fjórir stafir í fókus sem er efni til lestrarkennslu.
Í bókinni Leyndarmálið er lögð sérstök áhersla á stafasambandið ei og ey með tíðri notkun orða með tvíhljóðunum.
Efnislega henta bækurnar börnum frá 6 - 10 ára. Framsetning ritmálsins,í bók og á skjá, er hins vegar miðuð við þarfir barna sem hafa ekki náð tökum á lestri.
Einar og Steini hittast á hverjum degi eftir skóla. Mamma Einars vill alltaf að hann læri fyrst, en Einari liggur mikið á. Stundum er best að flýta sér hægt.
Panta bækurSkjáefni
Vinnubók
Leyndarmálið – Vinnubók.pdf (35 MB)
Leyndarmálið – Kennsluleiðbeiningar.pdf (3 MB)
Fjórir stafir í fókus
Aðrar bækur í bókaflokknum Fjórir stafir í fókus eru: Afmælisdagur Ævars og Sæla, Gauti, bestur í boltanum og Réttir.