Námskeið
Haustið 2015 lét ég af störfum sem fela í sér greiningar á lestri og stafsetningu og ráðgjöf.
Árið 2016 mun ég halda áfram við kynningar á útgefnu lestrarkennsluefni og námskeiðshaldi um Greinindi ritmálspróf -hóppróf (GRP 14h) .
Um GRP 14h
1. GRP 14h námskeið verður EKKI haldið haustið 2016. Fyrirhugað er námskeið haustið 2017.
2. Þrenns konar gögn hafa verið endurnýjuð í GRP 14h prófinu á undanförnum árum. Sjá undir Endurnýjuð gögn neðst undir lýsingu á GRP 14h.
—
Kennari: Rannveig Lund
Ár hvert eru haldin réttindanámskeið fyrir sérkennara á Greinandi ritmálspróf fyrir 14 ára unglinga (GRP 14h). Lestrarsetrið hefur haft með höndum tvö löng námskeið fyrir byrjendakennara Frá mati til kennslu (2007) og Kennsla byrjenda (2010–2011) sem var haldið í samstarfi við Fræðslumiðstöð Reykjavíkur.
Árið 2004-2005 var haldið 80 kennslustunda námskeið fyrir hóp fullorðinna með lestrarerfiðleika í samstarfi við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum.
Kennarar: Erlendir fræðimenn
Á ráðstefnunni Lestur og mál – rannsóknir og kennsla (2005) voru kynntar fyrstu niðurstöður úr Foundation literacy in European languages. Talnablinda (dyscalculia) var á dagskrá námskeiðs Lestrarsetursins árið eftir (2006). Kennari var dr. John Rack sem þá starfaði við háskólann í York. Árin 2007 og 2009 kenndi Jane Baker, sérfræðingur við lesblinduskóla í Maryland, um fjölbreytta þætti læsis á tveggja daga námskeiðum.